sælir brettafólk!

vissuð þið að það er komin ný íslensk skeitmynd á klakkan og hún er í dvd formi:D…. hægt er að nálgast hana í verslun brim á laugarveginum eða kringlunni. ég er með eitt eintak fyrir framan mig og ég er bara mjög sáttur:)

Já myndinn heitir Ringulreiði og er eftir crew-ið “Kæruleysi” sem samanstendur af John, Ingvar, siggi, Kari, Guðni, Troel og ég er örugglega að gleyma einhverjum. En þetta eru nokkurnveginn þessir bestu tapparnir í bransanum i dag.

Myndinn er að mestu tekinn í loftkastalaparkinu enda framleidd nánast bara í vetur. Og það eru gerð alveg svakaleg trick í þessu sem er vel þess virði að kíkja á. Það vantar ekki aukaefnið á þessu sem eru keppnir og svona sem voru haldin þarna í den.

Þetta er tvöfaldur diskur einn rappdiskur að ég held og hinn er bara skeit. En Músíkin í þessu er öll íslensk tölvutónlist eftir kauða sem kallar sig “beatmaking troopa” og einhverja rappara sem ég þori ekki alveg að fara með.