Ég hef undanfarið verið svolítið að velta þessu máli fyrir mér með þessar blessuðu öryggisólar. Svo ég dreif mig í GÁP í vikunni og keypti svoleiðis. Jæja svo í dag (sunnudag) skellti ég mér í fjallið og ákvað að prófa þessa ól mína. Reyndar vorum við þrír sem vorum að prófa þessar ólar og allir með samskonar ólar (þó ég haldi að það breyti engu). Við erum allir þrír virkir á brettum og notum hjálma og þau öryggisatriði sem sett hafa verið í reglur fjallanna. Nema hvað þegar við byrjuðum að renna okkur og stökkva og tilheyrandi gáfumst við fljótlega upp á ólunum þar sem þær virtust endalaust ætla að þvælast fyrir og auk þess sem það er meira mál að festa sig í bindinguna þegar þú hefur fest ólina við löppina á þér. Nú ef þú ætlar svo að festa hana eftir að þú ert búinn að festa þig í bindinguna þá gerir hún nú ekki mikið gagn er það? þar sem þú ert þá þegar fastur við brettið og því ekki hætta á að það renni af stað. Ég vil því fá að vita frá þeim sem hafa reynt þetta þeirra reynslu og einnig ef einhver gæti útskýrt ástæðu þess að þessar blessuðu ólar voru gerðar að “skyldu”…

Kv. Krissi

P.s. minni á að Team-Twisted kemur til með að opna nýja síðu á næstunni. Nú verandi síðan er www.folk.is/teamtwisted en þegar nýja síðan verður tilbúin (er uppi bráðabirgðasíða eins og stendur) verður hún á url-inu www.twist-boarding.tk