Jæja.. Á Akureyri, nánar til tekið í Hlíðarfjalli hafa nokkrir góðir menn í samstarfi við starfsfólk í Hlíðarfjalli staðið sig frábærlega í að bæta mál brettafólks í fjallinu og hafa smíðað og sett upp fleiri fleiri rail og annað. Þetta eru menn sem nenna að eyða tíma í þetta og gera það vel.

Hvet ég ykkur til að skoða þessa síðu
http://www.bigjump.is/?i=8&b=4,500&offset=&offsetplac e=

En já, eftir mínum heimildum eru Þetta meðal annars Geiri formaður ISA og svo strákarnir í team Divine sem standa að þessu.

Sjálfur er ég að sunnan og stunda þessa stundina mína brettaiðkun í Bláfjöllum þar sem Skálafell er lokað en ég horfi og hugsa með öfund í hvert skipti sem ég les um Hlíðarfjall og verk þeirra strákanna þarna fyrir norðan og hugsa með mér hversu mikið ég vildi að þetta væri svona hér, eeeen það er það ekki..!

Afhverju ekki að gera eitthvað í því ? Ég er í rauninni ekki viss hvort að þessar pælingar mínar eru bara eitthvað crap en jæja.. Afhverju getum við ekki komið okkur saman og gert það sama og þeir fyrir Norðan, einhver svona hópur sem að mundi vinna í svipuðum málum og gera þetta almennilega :)

Persónulega væri ég til í að eyða einhverju af mínum tíma í að gera þetta. Að henda saman einu eða tveimur reilum er ekkert svakalegt, bara að finna eitthvað járnadrasl og setja í rétt form.

Eða er þetta of mikið mál til að framkvæma :) hver veit.. það mætti allavega reyna :D
“We are brothers from different mothers”