Það eru oft umræður um lélega þjónustu skíðasvæðanna við snjóbrettafólk, kvartanir varðandi hitt og þetta eru það eina sem fólk virðist nenna að skrifa inn á brettasvæðið á huga. Satt best að segja er þetta oft eins og að lesa kvörtunar bréf í ungmennafélagstímarit frá flissandi og tuðandi fermingarstelpum. En nóg um það.

Á Akureyri verða snjóbrettamenn svo gott sem aldrei varir við að þjónusta við þá sé eitthvað minni heldur en skíðafólkið. Hlíðarfjall er rekið eins og hvert annað þjónustufyrirtæki, ef að aðilar sem að þurfa á þjónustu að halda óska eftir því, þá er sú þjónusta veitt. Það eru tvær ástæður fyrir því að aðstaðan er svona góð á Akureyri, starfsmenn Hlíðarfjalls eru allir af vilja gerðir til að hjálpa til við uppbyggingu á svæðinu og svo er hópur brettamanna (“bigjump.is” og team divine) sem að “passar” að svæðið sem bretta menn eiga að fá sé í góðu standi.
Lykillinn að því að fá brettasvæði í gott stand er ekki sá að kvarta hérna inná hugi.is eða öðrum stöðum, heldur þiggja aðstoð og veita aðstoð; það gerir enginn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn…

Öll dýrin í skóginum verða að vera vinir! Snjóbrettafólk getur ekki ætlast til þess að einhver nenni að hjálpa þeim ef um leið og þeir eru búnir að hjálpa séu reglur brotnar eða enginn brettamaður nenni að endurgjalda greiðann. Snjóbretti snúast um að hafa gaman, vera í góðum félagskap að skemmta sér, þá eru hin dýrin vinir okkar. Ef ekki þá erum við merðir eða rottur sem notum okkur svæðin en skiljum bara eftir skít… og hver vill það?

kv. Lalli