Ég veitt ekki hvað er að koma yfir okkur brettafólkið. Undanfarið hefur ekkert verið nema röfl og kvartanir hérna á þessarri síðu. Allfelstir eru hér að röfla yfir því að það séu engir almennilegir pallar í fjallinu og að engin nenni að halda þeim við. Svo eru menn farnir að berja hvorn annan í fjallinu yfir einhverju smáröfli.
Fyrir um 14 árum síðan þegar ég var að byrja á bretti voru efasemdir um það hjá starfsfólki skíðasvæðana hvort að það ætti yfir höfuð að leyfa þessi “snjóbretti” í fjallinu og í einhvern tíma var stranglega bannað að koma á sum svæði innan skíðasvæðana með bretti og voru sumar lyfturnar eingöngu fyrir “skíðafólk” Í dag hefur þetta algjörlega snúist við eftir áralangar umræður um ágætis þessa sports og höfum við loksins fengið brettafólk inní Bláfjallanefnd. Það var mikið strið og ekki auðvelt og höfum við þurft að taka við alskonar leiðinda gagrýni í gegnum árin og þurft að hlusta á hunleiðinlega fordóma gagnvart okkur í mörg ár.
Núna er svo loksins komið að því að við erum að fá brekkur og lyftur í fjöllin sem eingöngu er ætlað brettafólki. Þetta hefur tekið langan tíma og mun byrja allt á rólegu nótunum. Það þýðir því ekki fyrir okkur að vera að röfla yfir því ef pallurinn er slappur og vera með einhvern hroka gagnvart starfsfólki skíðasvæðana. Þetta er búið að taka okkur mörg ár að fá það í gegn að byggðir yrðu fyrir okkur pallar. Við erum nú búnir að senda “brettagaur” á troðaranámskeið og mun hann sjá um brettagarðinn í Bláfjöllum í vetur. Við verðum þó að sætta okkur við það að það er margt annað sem er efst á lista skíðasvæðana þegar að opnun þeirra kemur. Að byggja brettapalla er oftast neðst á listanum.
Hættum þessu röfli og hættum að vera með hroka og frekju í fjallinu og sýnum smá þolinmæði og sýnum virðingu fyrir hvor öðrum í fjallinu. Annars munum við ekki fá neitt í gegn sem við viljum fá. Ef pallurinn er lélegur og troðarinn kemst ekki í að laga hann þá tekur það ekki nema svona 10 min fyrir nokkra saman að fara með skóflur og laga hann til. Samvinna og virðing er það eina sem virkar til að fá eitthvað í gegn fyrir okkur.