Ég ætla að skrifa hér um eina mestu fávisku sem ég hef séð nokkurntíman á þessum árum sem ég hef verið á bretti !!!

Á laugardag klukkan rétt fyrir 6 þegar það lokaði (síðasta ferð í stólnum) þá sá ég svolítið sem gerði mig svo reiðann að það er ekki venjulegt, aldrei á æfinni hef ég séð jafn heimskulegan hlut.. Ég var á leiðinni upp stólalyftuna í Kóngsgili og var með þeim síðustu og þegar ég var hálfnaður upp þá sá ég 2 einstaklinga vera renna sér á brettunum sínum niður Kóngsgilið !!! NEI ekki fastir í þeim heldur liggjandi ofan á þeim !!!! Einn fer á undan og nær að hægja á sér frekar neðarlega og stoppar en svo koma hinn á flegji ferð en ekki atvikaðist það betur en brettið rann undan honum aðeins fyrir ofan og brettið rann auðvita stjórnlaust um fjallið.
Ekki fór þetta betur en svo að brettið tók altíeinu nýa stefnu og stefndi á félaga gaursins
(BTW Þegar ég sá það vonaði ég svo innilega að það myndi slamma á honum) en gaurinn náði að færa sig undan!! Hvílik fkn fáviska er þetta að vera renna sér niður EKKI FASTUR í brettið ?? Veit fólk ekki hvað þetter hættulegt? Og í kóngsgili í þokkabót sem er með brattari og lengri brekkum á svæðinu.. En allavega endaði þetta með að efri gaurinn þurfti að labba niður alla brekkuna og sækja brettið sitt sem endaði á skúrnum þarna neðst og ég VONA að það hafi brotnað!

Stendur ekki Td í reglum bláfjalla að það sé bannað að fara í fjallið nema brettið sé fest við eigandann ? Og að vera stofna fólki í hættu með þessu er bara fávitaskapur. Sona fólk ætti að fá lífstíðar ban í fjallið!

Takk fyrir mig,
Kalli