Bræður og systur!!! (Brettafólk)

Um helgina fór ég í þessa fínu ferð norður á Akureyri og var í frosti og roki í hreint brjáluðu púðri. Besta færi sem ég hef nokkurn tíman komist í hér á Íslandi.
Þetta er svona, ég var á bretti um helgina og gaman hjá mér og verð að segja öllum frá, korkur/grein. :D

Föstudagur fór auðvitað bara í akstur og tóma gleði enda ekkert nema gaman að keyra bíl í marga klukkutíma samfleytt(ekki).
Veðurspáin var ekkert súper fyrir laugardaginn, þó rættist ansi vel úr deginum. Vel framan af var harðfenni sem gerði manni lífið aðeins erfiðara. Auðvitað var kýlt alla leið upp í Strýtu en þar var ekki verandi fyrir roki og klaka. Þannig Strýtan var látin vera…í bili.

Þess má til gamans geta að ég renni mér á Rossignol Stylus, 164 sm. Freestyle. Burton skór og Burton freestyle bindingar.[i/]

Mjöll féll af himnum allan daginn. Vindurinn hvein og frostið beit. Kemur þá einn félaginn sem kom seint og síðar meir upp í fjall og spyr hvort við séum ekki að renna okkur í Strýtuni. Ég fussa og bölva klakanum sem þar var.
Þá var ég leiddur í allan sannleikann um púðrið.
Púður… pow pow???? Á AK????
T-lyftan var tekin upp og maður var sko ekki svikinn.
Eftir nokkura klukkutíma snjókomu var komið þrælgott púður og var hægt að þrykkja eftir þörf og löngun. Auðvitað lokaði fjallið alltof snemma.

Í heitapottinum í sundlaug Akureyrar var ákveðið að mæta strax eftir opnun… það gekk næstum því.

Alla nóttina snjóaði meira eða minna, aðallega meira.

Púðrið sem var daginn áður blikknaði við hliðina á þeirri dásemd sem ríkti þennan blessaða sunnudag.
Enn meira frost en daginn á undan og uppskar undirritaður kal á nefinu. Það dró þó ekki úr gleðinni. Nema þá helst að einn félaginn gekk frá bindingunum sínum, annar strappi tapaðist og bakið á bindingunum laskaðist. Hann var ekki sáttur.


Át skít, headslamm-aði og kýldi sjálfan mig í magann, renndi mér helling…… bara dásamlegt.

Svo þannig var það….. í stuttu sundurslitnu máli.

Allir á bretti,
Siggibet