Ég vildi bara skrifa þessa grein til að tjá pirring minn á Bláfjöllum í dag. Ég hafði hugsað mér að fara í bláfjöll í dag (mánudag) og hringdi kl 12:00 allt í góðu 5-8 m á sek.

Ég var búinn að fá einhverja félaga með mér og áætluðum að fara kl 4:00. Kl 3 hringdi ég aftur í skíðasímann og þá var skíðafæri mjög gott en stólnum í kóngsgili hafði verið lokað, en alltílagi með það, bara smá vindur. Svo kl 4 þegar við vorum á leiðinni hringdi ég aftur og chekkaði á aðstæðum. Það hljómaði einhvernveginn svona “Hér er vestan 7 metrar á sek stólinn í kóngsgili er lokaður en opnum hann ef veður leyfir allar aðrar lyftur opnar. Skíðafæri er mjög gott”

Ég hugsaði með mér að færið væri gott allt það. Svo þegar ég loksins kom upp eftir var þar rigning og varla sá útur bílnum fyrir þoku og stólinn í SUÐURGILI lokaður en diskalyftan opin. Ég tók mér strax lyftuna upp og ætlaði að renna mér niður…En neeeiii ég sá ekkert NEITT hvert ég var að fara og plús það að það voru um 10 m á sek mótvindur uppi. Og ég hafði litla sem enga hugmynd um hvert ég stefndi!

En ég drullaði mér einhvernveginn niður og þá voru félagar mínir búnir að kaupa sér miða og voru hæstánægðir með það. Við fórum allir 3 aftur upp. Og sama sagan með mig ég “brunaði” niður (ef ekki þá rann maður bara upp brekkuna nánast) Og félagar mínir komu 5 mínútum seinna niður! Svo ætluðum við aftur upp en þegar við vorum hálfnaðir upp lyftuna stoppaði hún..og þá LOKAÐI blessað fjallið! við fórum s.s 2 ferðir! en þeir eina ferð!

Við fórum inn til að fá miða félaga minna endurgreidda, gaurinn var korter í símanum og sagði okkur að labba yfir í bláfjallar skála. Gaurinn var nokkuð bjartur, það sást ekki einu sinni útum gluggann. Svo var ég bara að leika okkur að hoppa niður af þessum aumkunarverða skála þarna…Svo kom pabbi og sótti okkur og þeir fá frítt næst þegar við komum….á leiðinni útur skálanum sáum við lítin pilt á sjúkrabörum sem hafði slasað sig í blindunni!

En aðalatriðið er að BLÁFJÖLL hefðu getað látið vita almennilega hvernig ástandið var!! því skíðafærið var greinilega ekki MJÖG GOTT! svona fór þá um þá sjóferð.

annars bara gleðileg jól!

-Fredrik-