Ég hef dýrkað snjóbretti síðan ég fékk það fyrsta (fyrir 3 árum) og var stanslaust uppí lyftu þann vetur og var alveg farinn að geta gert allt nánast alveg búinn að ná jafnvægi og fara á palla og ná einhverjum brögðum. Í fyrra kom enginn snjór og bölvaði ég mikið enda langaði mig á bretti!!! Varð mjög fúll en jæja varð bara að hafa það. Þegar ég koma heimm eftir sumarið var mér svo illt í löppinni og mér var náttúrulega búinn að hlakka mikið til vetrarins en nei nei. Ég var sendur í skoðun útaf löppinni í Oktomber og kom í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð. Svo um mánaðarmót Okt.- Nóv. fór ég loksins í þessa aðgerð og þurfti að vera á hækjum í mánuð mjög leiðinlegt :( (mæli ekki með því) :) Í Des sleppti ég hækjunum og var farinn að geta labbað á ný en samt haltrandi en er það ekki núna. Það versta var að það var búið að vera snjór alveg síðan í Nóvember og svo má ég ekki fara núna heldur þarf að bíða í smátíma kanski framm í Febrúar og þá ætti ég líkalega að geta farið á bretti á ný :) og gleður það mig mjög mikið. En já ég er ekkert búinn að fara á bretti í 2 ár og dauðlangar á brettið mitt

Binni