Hi

Ég vil benda á, að það getur verið stór hættulegt að fara ótroðnar slóðir á snjóbrettum.

Ef það fellut snjóflóð þá eru nánast engar líkur á því að félagar ykkur nái að bjarga þér ef þú ert ekki með avalanche beakon, það er hægt að fá þá ódýra af ebay.com en þeir tryggja ekki öryggi þitt.

Það lifir aðeins 1 af hverju 3 sem lenda í snjóflóði.

Þar sem mikill snjór er, og brekkan er brattari en 45° þar má passlega gera ráð fyrir því að það verði snjóflóð ef þú ferð þar niður!

Sama hversu blautur eða góður snjórinn er það er alltaf hætta.

Segjum að það sé 1 metra þykkur snjór og hann virðist vera í lagi þá vesitu ekkert um hvað er undir honum, ef það er púður undir honum þá hefur snjórinn enga festu við fjallið og getur allur runnið af stað við missntu truflun.

Ef þið eruð að fara að renna ykkur backcountry, ekki fara færri en 4, og verið allir með avalanche beakon á ykkur og littla skóflu með avalanche stick, þetta getur bjargað lífi vina ykkar!

Ég sá viðtal við mann á erlendri rás sem hafði misst marga félaga sína í snjóflóðum eftir brettaferðir.

Ég mæli einnig með því að þið kannið snjólöginn, grafið stóra hölu og skerið “vegg” úr snjónum. Grafið aðra holu hinumegin við vegginn þannig að hann sé circa 10 cm þykkur, athugið hvort það sé púður lag undir honum, því ef það er.. þ.á má bóka að það geti orðið snjóflóð.

Skal líka athuga hvort það sé harðfreni (rangt stafað?) undir, og ef svo er.. er púður ofaná því?


Farið varlega!
Xeede