Góðan daginn, ég sendi inn þessa grein að gamni mínu einu.

Ég og félagar mínir fórum í gær ( laugardaginn 20.des ) upp í fjall ( nánar tiltekið Fjarðarheiði; fjallvegur milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða ) og fórum á stað sem við höfum svo oft farið á vorin, eða í júní. Þetta er skarð sem fínt er að gera góða kickera og svo hefur oftast verið hægt að fljóta yfir vatn sem myndast hefur inn á milli snjósins. Við skelltum okkur þangað í gær þrátt fyrir að veðrið liti illa út, þegar við komum uppeftir var mikil snjókoma og skafrenningur og -11 gráður, vindurinn var nokkur þannig að það var helv*** kalt! Jæja, við ákváðum að þar sem við vorum komnir uppeftir og nokkrir okkar í fyrsta sinn síðan í vor þá tókum við ákvörðun um að prufa að fara þangað uppeftir og kíkja á aðstæður. Þrátt fyrir ískalt veður skemmtum við okkur frábærlega þar sem við dunduðum okkur við að stökkva fram af hengju sem hafði myndast í þessu skarði.

Í dag fórum við svo aftur uppeftir og þá lék veðrið við okkur, þrátt fyrir að kuldinn var gífurlegur eða um 12-14 gráðu frost. Það var allavega heiðskírt og förin eftir okkur frá laugardeginum voru gersamlega horfin. Aftur dunduðum við okkur við að stökkva fram af hengjunni og lenda í þessu líka frábæra púðri. Síðan bjuggum við kicker þvert inn í hengjuna þar sem hún beindist niður og spreyttum okkur á honum í dágóða stund. Þetta var semsagt frábær helgi í jólafríinu og við komum mjög líklega til að halda þessu áfram í fríinu.

takk fyrir. kveðja Gjons.