Laugardaginn 15.nóvember síðastliðinn, var haldið stelpu hjólabretta session.


Stelpurnar sýndu og sönnuðu að þær geta alveg skeitað eins strákarnir og undirstrikuðu frasan “girls kick ass” hvað eftir annað. Þarna sáust mörg flott miniramp trick eins og 50-50, rock´n roll, frontside 5-0 og mörg önnur glæsileg trick. Slömmin vantaði ekki og mergar tóku slæmar byltur en engin alvarleg slys urðu þó á þeim enda eru þetta harðar stelpur sem geta tekið slömmunum eins og ekkert sé, enda konur með annsi hátt sársaukastig.

Siggi verslunarstjóri Smash mætti á svæðið og var gerður óformlegaur dómari á svæðinu. Hann lét sér þó ekki nægja að sitja eirðalaus og horfa bara á heldur skellti undir sig brettinu og skeitaði smá með stelpunum.

Tótifoto mætti og tók myndir af öllu saman fyrir okkur og tók auðvita nokkur run, þær myndir (ásamt greininni sem hann skrifaði og ég stal, með höfundarleyfi) eru allar á Bigjump.is

Stelpa að nafni Iðunn var síðan valinn skeitari dagsins en hún sýndi ótrúlega smooth skeitstíl og átti mörg flott trick á pallinum. Hún fékk peysu frá Nikita að launum en allar stepurnar sem komu og tóku þátt fengu Nikita bol og þegar þorstin fór að segja til sín var Sprite Zero á boðstólnum.

Stefnan er að halda svona session oftar og vonum við þá að sjá enfleiri stelpur.