Ég sá í fréttunum fyrir stuttu að Hlíðarfjall ætlaði að koma sér upp búnaði til að hefja snjóframleiðslu. Mér skilst að það eigi að setja þetta upp og byrja að nota þetta veturinn 2004-2005. Það var ákveðið að prófa þetta hérna vegna þess að seinasti vetur var mjög mildur og snjólítill og þess vegna voru ekki haldnir Andrésar anda leikarnir vegna snjóleysis og það er held ég meira en 30 ár síðan að það gerðist seinast.
Ég veit að það er framleiddur snjór að einhverjum hluta í flestum af stóru fjöllunum úti og það virkar bara vel. En til þess að það sé hægt að framleiða snjó í fjallið þarf að vera kalt og menn vonast til að það verði þá alltaf hægt að opna fjallið í kringum 1.desember. En startkostnaðurinn við þetta er eitthvað um 30 milljónir og síðan kostar eitthvað um 4,5 milljónir að reka þetta á ári hverju. En mér finnst þetta bara mjög góðar fréttir og vona að ég geti þá farið oftar upp í fjall og rennt mér.