Sælar….

Undanfarið hef ég verið að reyna að endurnýja gamla dótið mitt… En snjóbrettavörur eru bara ekki til staðar, nú er veturinn kominn fyrir smánokkru og búið að opna skíðasvæði á Dalvík í stuttan tíma. Jæja, já eins og brettamaður veit: kapa brettaskóna fyrst svo þú fáir þér ekki of mjótt bretti! Já semsagt, ég er með já “stærri” lappir, eða kannski bara algenga stærð: 46. En já ég er búinn að gá í Everest, Nanoq, GÁP og Útilíf, en nei ekkert til í minni stærð… kemur eftir tvær heilar stórar vikur, og ég hef haft augastað á bretti sem ég hef mikinn áhuga á, en ef ég kaupi skóna eftirá þá gæti ég lent í vanda varðandi breiddina á brettinu. Semsagt ég get ekki notfært mér 20% afsláttinn á gömlu dóti nema ég vilji taka einhverja ofuráhættu á að lenda á of mjóu bretti… Það sem ég hef verið að pæla í: Ef veturinn er kominn, búið að opna skíðasvæði, veður ört kólnandi… af hverju kemur bretta dót eftir tvær vikur en ekki í byrjun vetrar? Ég til dæmis hefði verið löngu byrjaður á góðu jibbi en nei ekki til skór og þar af leiðandi ekki hægt að fá sér bretti… Af hverju geta eigendur búða ekki pælt smá í neytendum? Ég vill fara að komast á bretti áður en ég lendi í helv. jólaprófunum!

Kv. Viggó

www.go-riding.com
ViktorAlex