Ég var að koma frá Madonna á Ítalíu,sem er sunnarlega í Ölpunum. Þar fara gaurarnir á (risa) troðurum og er u.þ.b. 10 mín. að búa til 4. m háann pall. Halfpipin var eins og klippt út úr coolboarders, ~200 m á lengd.
En þegar ég ætlaði að kaupa mér hnéhlífar, eftir að ég meiddi mig í hnénu (gáfulegt, ekki satt), þá kom allsstaðar sama svarið “heimsmeistarakeppnin á snjóbretti var hérna fyrir mánuði”, svo ég fór að spyrja um það, þá höfðu verið 3x stærri pallar þarna sem voru farnir. Maður hefði átt að koma mánuði fyrr og koma heim með gullpening.