Aldrei stigið á bretti - keypti mér samt pakkann Sælir hugar.
Ég hef verið á skíðum í smá tíma, aldrei fílað þau almennilega og aldrei náð góðum tökum á þeim. Fékk BigFoot skíði á 5000kall og elskaði þau. Ég elska að stökkva á þeim og sýndi þessum litlu 13 ára brettatöffurum að maður þarf ekki að vera á bretti til að gera flottar kúnstir í loftinu.
Svo fékk ég leið á BigFoot og vinur minn var var búinn að nöldra í mér að kaupa bretti með sér (þ.e.a.s. sitthvort brettið) - hann vantaði brettabuddy. Ég sló til. Ég sé ekki eftir því.
Fór fyrsta skiptið á mínu nýja bretti og eyddi heilum degi í að læra á það. Ég datt svo illa. Ég datt svo oft. Ég meiddi mig svo mikið í rassinum. Mér leist ekkert á blikuna þegar ég keyrði heim af Skálafelli. Ákvað að gefast ekki upp og daginn eftir fór ég aftur með félaga mínum. Hann ætlaði ekki að trúa því að þetta var 2. skiptið sem ég fór á bretti því allt í einu gat ég staðið og beygt og allt! Þetta var gaman. Það var engu líkara en brettaálfurinn hafi heimsótt mig um nóttina og veitt mér blessun sína.
Á 3. degi var ég farinn að hoppa á litlum stökkpöllum og lenti á öxlinni. Mér var sama. Ég elska brettið mitt. Þetta var síðasta vetur og ég hlakka svo til að komast á bretti aftur þegar snjórinn kemur!

Ykkar eldgamli (en samt glænýi) brettaálfur,
Jericho