Þegar maður er uppí fjöllunum lendir maður oft í því að fólk spyr afhverjum maður sé á svona bretti en ekki svona bretti.
Mér finnst það farið að skipta öllu máli frá hvaða fyrirtæki maður kaupir brettið sitt. Maður þarf helst að vera á Burton,Salamon eða Rossignol.
Mér sýnist það vera núna orðið þannig að þegar maður kaupi sér bretti fer það allt eftir merkinu, hvernig skó og festingar maður kaupir sér.
Mér persónulega finnst að þegar að maður kaupir sér bretti þá skiptir það engu máli hvernig merki eða frá hvaða fyrirtæki. Maður kaupir sér bretti til að vera á því og njóta því að leika sér í fjöllunum.
En þá lendir maður í þessari helvítis gagnrýni ,,afhverju keyptiru ekki rossignol eða burton frekar, þau bretti eru miklu betri,,.
Það skiptir ekki máli hvernig bretti maður er á.
það sem skipti máli er að maður hefur gaman að því og skemmti sér vel meðan maður er á því.