Þar sem ég sit hér, grátandi yfir lyklaborðið mitt vegna þess hve lítið er að gerast hér ákvað ég að skrifa grein. Ég veit ekki alveg um hvað ég ætla að skrifa en býst við að ég skrifi um byrjendur á hjólabretti.

Ég get ekki annað sagt en að ég er byrjandi á bretti, þó að ég geti stundum ollie - hef náð Kickflip, og Pop Shovit. Mér finnst alltof lítið um kennslu fyrir byrjendur, og jafnvel væri nóg að setja bara upp heimasíðu (helst íslenska) þar sem væri hægt að lesa leiðbeiningar um trick og sjá Slow-motion myndband af því hvernig það er gert…. Það getur vel verið að það séu til þannig síður, og þá bara er það fínt.

Einnig finnst mér að það verði hreinlega að setja upp Rampa, Halfpipe, Rail = Skatepark fyrir lengra komna (og jafnvel byrjendur).

Margir halda að hjólabretti sé löngu dautt áhugamál, sem er ekki nógu gott. Þar sem þetta er frábær skemmtun og áhugamál margra finnst mér að það ætti að gera eitthvað í þessu.

Kv.Maddisnill