! HIN ÁRLEGA AKUREYRARFERÐ ! Jæja gott fólk,
Núna er komið að því að farið sé í hina sívinsælu og árlegu ferð til Akureyrar á vegum Týnda Hlekksinns.
Ákveðið hefur verið að fara núna um næstu helgi, dagana 9-11 feb. þar sem að veður spáin er okkur afar hagstæð. Það á að snjóa alveg fram að helgi í fjallinu og svo á bara að vera þetta líka prýðisveður til að leika sér í fjallinu.
Farið verður norður á föstudaginn og komið heim á sunnudegi eins og vanalegt er. Gist verður í skíðaskálaum í Hlíðarfjalli þannig að það er ekki langt að fara til að skella sér á brettið. Á laugardagskvöldið er búið að búa svo um hnútana að hópurinn fær að vera einn með strýtulyftuna opna fram eftir kvöldi og verðum við að sjálfsögu með DJ á staðnum til að auka stemninguna.
Verðinu hefur verið stillt í hóf eins og hægt er, 10.900 á mann, en fyrir þann pening fær viðkomandi: rútuferð fram og til baka, gisting í tvær nætur, morgunmat tvo morgna, kvöldmat á laugardagskvöldinu, lyftukort í tvo daga og að sjáflsögðu fullt fullt af fjöri. Þeir sem hyggjast fara með endilega skrá sig sem fyrst í Týnda Hlekknum (551 0020). Svo er bara að mæta á föstudaginn niður Týnda með allt sitt hafurtask, stundvíslega klukkan 18:00.

<frétt fengin frá nulleinn.is>
Varð bara að setja þetta hér inn þar sem lítil hreyfing hefur verið hér..!