Ég varð fyrir þeirri ótrúlega mannskemmandi reynslu að fótbrjóta mig á hjólabretti þetta sumarið. Margir myndu segja bara “pöh aumingi ertu maður” eða “hva? ertu kadlmarr?”. En raunin er sú að fyrir trúfastan brettamann eins og mig (ekki það að ég sé neitt hæfileikaríkur á bretti) er það að brjóta sig allveg djöfullegur hlutur. Ég nefnilega elska bretti ég er bæði á snjó- og hjólabretti og vill helst ekkert annað gera (nema kannski spila íshokký).


Ég leit í fyrstu á þetta dæmi sem bara eitthvað léttvægt, eins og kvef eða bara hundaskít úti á götu. Vá, ég átti eftir að brenna mig á því. Þetta reyndist vera “eitt lítið ömurlegt skítalélegt og ljót bein” allveg í jaðrinum á fætinum sem tengdi littlu tánna við fótinn… og það var ekki einu sinni í sundur!


Þetta var bara pínusprunga í beininu. En samt fann ég geðveikt til. Og það sem meira er ! Það bara vildi ekki gróa!!! Ég var svo bólginn að það var ekki hægt að setja mig í allveg heilt gips þannig að ég var settur í eitthvað heimskt sem heitir gipsspelka. Djöfull, ég var í fyrstu ekkert of svekktur…. hva? Fékk mér bara nokkra tölvuleiki og horfði á spólur. Haha… þetta verður fínt.


En, eftir tvær vikur í þessu heimska fór ég aftur í röntgen, rosa vongóður. En þá var það sem ég sá alvöruna fyrst. Beinið var svo lítið sem ekkert gróið! AAAAAAHHHHHHHH!! Ef ég hefði getað hefði ég sparkað í allt sem ég fann þarna. ég var reiður eins og api sem týndi banananum sínum! Þetta var bara byrjunin.


Ég neyddist til að fara aftur í gips og núna mikklu óþægilegra og harðara algips. Þá var ég geðveikt farinn að sakna útiverunar og hjólabrettisins míns. Ég þurfti að vera í þessum djöfli í 3 vikur! Meðan á því stóð gerði ég lítið annað en að hugsa um hversu típískt þetta var. Ég var lokksins kominn í nokkuð gott form á bretti og var alltaf að læra eitthvað nýtt og var geðveikt ánægður með hvernig hlutirnir gengu (sko áður en ég brottnaði)og svo er þessum úldnu hægðum hent í andlitið á mér. Típískt.


Svo þegar sú frelsun koma að ég losnaði úr þessu harða göngugipsi
var ég geðveikt glaður!! Jei…………..ohhh, ég mátti ekki hlaupa, ekki hoppa, ekki sparka, OG ALLS EKKI SKEITA! Ég var á tímabili farinn að halda að ég ætti að vera svona að eilífu. Ég átti að vera svona í tvær vikur og koma svo aftur í röntgen, þá var nú reyndar aðeins farið að komast eitthvað gott í málið. Ég var laus við gipsið.


Loksins loksin loksins…. ég fór aftur eftir tvær vikur í röntgen og allt var gróið! Vúúhhhúúú!!! Svo þegar ég leit aftur á þetta sá ég hvað þetta var “ógeðslega viðbjóðslega mannskemmandi nístandi” lífsreynsla og að þetta hafði rænt öllu helvítis sumrinu frá mér. Og núna 2 dögum eftir að ég var “útskrifaður” er ég ÖMURLEGUR á bretti, þar sem einu sinni var kálfavöðvi á vinstri fæti hefur breyst í einhverskonar fitugeymslu og vöðvamassinn er gott sem horfinn, og það sem verst er að nammigrís eins og ég gat ekki annað en safnað dálittlu spiki í öllu athafnarleysinu.


Svo að, ég er aftur orðinn lélegur á bretti. Ég er orðinn feitur aftur, kálfinn minn er u.þ.b. 1/10 af því sem hann var og liðamótinn í ökklanum eru svo ryðguð af engri notkun að það er geðveikt erfitt að beygja fótinn.


Þar hafið þið það. EKKI FÓTBROTNA!


P.S. Ég brotnaði þegar ég var að gera kickflip á kicker palli.