Góðan daginn

Ég fór uppá Snæfellsjökul í gær réttara sagt laugardaginn 12 júni
og mig langaði til að segja ykkur frá því :

Fyrst pantaði pabbi far daginn áður upp með snjótroðaranum því að það er nauðsynlegt og síðan daginn eftir lögðum við í hann (ég pabbi og systir mín) kl 9 um morguninn og keyrðum til Arnarstapa sem er svona 2 og hálfs tíma akstur frá Reykjavík. Þar er fyrirtækið sem sér um þetta (Snjófell) með aðstöðu og borguðum við þar og keyrðum síðan að rótum jökulsins. Þar beið troðarinn eftir okkur og settumst við inn í hann og lögðum af stað. Það voru nokkir útlendingar fyrir i vagninum og vorum við svona 12 í heildina á leiðinni upp eg mundi giska á að vagninn taki svona 20 i mesta lagi.

Allavega það var frekar mikil þoka á leiðinni upp og leist okkur nú ekkert alltof vel á það en þegar við vorum búin að keyra i svona 20 mín. þá fór að rofa til og við keyrðum upp yfir þokuna og þá varð alveg heiðskýrt og við sáum yfir allt það var mjög flott. Síðan keyrðum við í sirka 10 mín. í viðbót áður en við komust uppá topp og stukkum síðan út og skoðuðum aðeins í kringum okkur og tókum nokkrar myndir. Við vorum i 1400 metra hæð þarna uppi en þrátt fyrir það var veðrið mjög stillt og gott.

Svo eftir svona 10 mín stopp uppi lögðum við í hann, við fylgdum slóðinni eftir snjótroðarann mest alla leiðina niður vegna þess að það voru einhverjar sprungur þarna i kring og steinar þannig að maður tók nú ekki sénsinn á að hrapa eitthvert. Það var alveg heiðskýrt fyrsta kaflann af leiðinni svo fórum við inn í frekar mikla þoku en maður sá nú alveg fram fyrir sig, færið var fínt semsagt fyrir utan að snjórinn var frekar blautur og sökk maður soltið niður. Ég komst nú mun hraðar en pabbi minn og systir vegna þess að ég var á bretti og lá það miklu betur á snjónum, skíðin sukku meira niður.

Við vorum svona 30 mín upp með troðaranum og aðeins lengur niður held ég svona 30 - 40 mín en það fer auðvitað bara eftir því hve hratt þú ferð. Þetta var rosalega gaman og skemmti ég mér vel, reyndar voru engir pallar en ef fólk nennir þá er auðvitað bara hægt að búa þá til ;) Ég mæli með að þið prófið þetta i sumarfríinu svona til að bæta aðeins upp fyrir þennan slappa vetur.

Ferðin með troðaranum kostaði 3500 kr. á mann sem mér finnst frekar mikið en það er þó ódýrara en að fara upp með snjósleða sem er nú reyndar örugglega skemmtilegra en það kostar 6500 kr. á mann.

Takk fyrir mig.
Ef þið viljið fræðast meira um þetta þá getiði kíkt á www.snjofell.is