Nú stendur undirbúningur fyrir næsta vetur sem hæst. Unnið er að viðhaldi á lyftum og búnaði. Byrjað er að huga að nýjum framkvæmdum. Meðal stórverkefna ársins er flutningur á Gillyftunni í Bláfjöllum. Sú framkvæmd er hafinn og stefnt að opnun lyftunnar á nýjum stað næsta vetur. Ný stólalyfta í Kóngsgili fer í útboð í haust. Stefnt er að uppsetningu hennar næsta sumar (2004) Skoðaðir verða möguleikar á 4 sæta og 6 sæta lyftum. 6 sæta kvikyndum marr og með tilkomu nýrrar stólalyftu með flutningsgetu frá 2.500-3.500. manns á tíman í stað 1.200 með þeirri gömlu má segja að öll aðstaða gjörbreytist nátturulega og raðir ættu að heyra sögunni til.

Í Skálafelli er hafinn undirbúningur samkeppni um hönnun nýs þjónustuhúss sem er mjög jákvætt því þegar veðrið var gott varstu um það bil 30 min að redda þér kort ef þú áttir ekki árskort Þá er stefnt að því að endurnýja stólana í lyftunni í Skálafelli að hluta eða öllu leyti fyrir næstu vertíð.

Þetta er hrein snilld og geta allit brettamenn faganað þessu!

bestu kveðjur: fdsjdfsjdh