Hér koma nokkur ráð fyrir þá sem eru að gera 360°.

Þegar þú ert að byrja að æfa þig að gera 360 gæti það tekið langan tíma og sársaukinn mun finnast. Þegar þú ætlar að byrja að taka þitt fyrsta 360 og ert ekki orðinn vanur því er best að finna pall sem er c.a 2 fet á hæð eða c.a 60 cm og að fara á það góðan hraða að ´þú munt fara c.a 1 meter uppí loftið.

Best er að reyna að reikna út hraðann og fara það hátt uppí brekkuna þannig að þú þurfir ekki að speed chekka, því þá nærðu aldrei alveg stöðulegum hraða og meiri hætta að þú farir of hægt og munt lenda sketsí og munt MJÖG hugsanlega detta sem er ekki þæginlegt.

Allavega þegar þú ferð á pallinn hallaðu þér þá fram í tána og beygðu þig í hnjánum og hoppaðu kannski aðeins með uppá extra spinn.
Hafðu hnén líka aðeins beygð í loftinu, líka uppá stílinn.
passaðu að missa þig ekki í loftinu, þá er ég að tala um að lappirnar fari ekki undan þér, þá lendiru ILLA og það er mjög vont ég get lofað ykkur því ef þið eruð ekki á mjúkum snjó.

Allavega þegar þið eruð að fara að take-a off rikkið öxlunum aftur, og reynið að HORFA í þá átt sem þið eruð að snúa ykkur það hjálpar í alvöru,, Þið eruð að rikkja öxlunum aftur því brettið fylgir efri part líkama ykkar. Alls ekki panica í loftinu þá vitiði hvað gerist. Þegar þið eruð að fara að lenda réttu þá úr þér til að stoppa spinnið það er mjög mikilvægt, Eitt sinn gerði ég það ekki og fór of langt og pace plantaði og var´nokkuð steiktur í hausnum 5 min eftir á. (Enda harður pallur)

En því stærri palla sem þið farið á og því stærri stökk sem þið takið því léttara er að taka 360° því þið fljótið' eiginlega þá bara í 360°.
Þða gildir það sama um 540° 720° 900° bara í þeim trikkum þarf að spinna hraðar

P.S Hefði mátt koma með þessa grein fyrr, en þið sem farið kannski eitthvað út í köldu löndin í sumar eða á IPP dótaríið þá getiði prófað þetta þið sem eruð ekki búin að reyna eða meika 360°