Að detta er einhvað sem gerist við allar skötur!
Því enginn lendir trickin sín alltaf, ekki heldur pro´s.
Það er ekki gott að detta, en það getur verið nauðsinlegt út af því að þá lærir maður af mistökunum sínum. Hvort maður hefur lent skakkt eða náð einfaldlega ekki að gera trickið. Maður getur lært að detta eins og maður getur lært trick. Það getur verið besti vinur þinn að kunna það og versti óvinurinn þinn!!!

Þegar þú gerir trick gerast 4 möguleikar þú dettur, slammar, feilar og fjórði og seinasti möguleikinn er að geta trickið og ef þú getur það þá segi ég til hamingju!!!
En hér fyrir neðan eru nokkur atriði yfir hluti sem geta gerst fyrir þig ef þú lendir ekki trick.

Flótti: Ef þú heldur að þú meikir ekki þá geturu einfaldlega stökkið haf brettinu og forðast þannig að detta og meiða þig, það getur verið gott ef þú ert ekki öruggur með þig að hoppa af því!

Kreditkort: Það gerist þegar þú ert t.d. að gera kickflip og lendir með plötuna öfuga. Þá hefuru verið Kretidkortaður eða straujaður!

Pete Rose: Rúsínan í pylsuendanum eins og ég kýs að kalla hana er þannig að þú ert kannski á rampi og dettur framfyrir þig og rennur á maganum niður!

Rock´n´Role: Þegar þú dettur á öxlina er gott að geta rúllað sér áfram eða farið í kognís(veit ekki hvernig marr skrifar það) til að létta á álaginu, því það er vont ef maður lendir bara á öxlinni og hún tekur allt fallið.

Að Skanka: Er þegar þú færð brettið beint í sköflunginn, sem er drullu sárt, en það stoppar þig ekki að halda áfram.
Þetta gerist stundum þegar þú reynir 360°flips.

Snákabit: Þegar þú færð brettið beint í öklan kallast það snákabit, það fer eftir því hve harkalega brettið fer í þig þá getur það verið sárt eða ógeðslega sárt!!!

Lender: Gerist þegar þú dettur á mjöðmina, virkilega sárt.
Þú getur ekki komið í vegfyrir það en þú getur komið í veg fyrir Superlender.

Superlender: Alveg eins og Lender nema munurinn er sá að þú ert með einhvað í vasanum(lykla,síma,peninga,kveikjara eða bara einhvað hart)!!!
EKKI SKEITA MEÐ HARÐA HLUTI Í VASANUM ÞÍNUM EÐA ÞÉR VERÐUR REFSAÐ!!!

Olbognafeil: Gerist þegar þú ert t.d. á reili og þú dettur afturfyrir þig og lendir á olbogunum.
Þú getur sett hendurnar fyrir aftan þig til að reyna að grípa sjálfan þig en þá geturu léttilega brotið hendurnar.

Kastað: Ef þú ert t.d. á leiðinna að fara á pall eða gap og þú klessir á stein, þú flýgur áfram en brettið þitt verður eftir á sama stað.

Svingaður: Þegar þú gerir 50-50 og feilar það eða einhver vaxar uppáhalds railið þitt án þess að þú vitir af því og flýgur afturábak eða áfram(eða til hliðana)

Split: Þetta gerist þegar þú lendir með annan fótinn á brettinu og hinn á jörðunni. Ekki mælt með því!!!

Hæl-mar: Ef þú feilar big air og þú lendir á hælunum getur brotið þá eða fengið mar sem tekur heila eilífð að gróa.

Sakkaður: Ef þú ert að raila og það versta sem getur gerst fyrir þig gerist ertu sakkaður. Gerist oftast fyrir miðkvæmustu líkamspartana!!!



Nöfnin á þessum feilum eru búin til af mér og ekki ráðlagt að nota þau þegar skeitað er og einhver dettur!
Annars ráðið þið því.
Kv.AddiSvali