Jibbsession: Eiki og Gulli…of erfitt var að gera upp á milli þessara drengja að norðan, upphaflega var það reynt en ekki náðist sátt um málið meðal dómenda og var ákveðið að veita þeim báðum AK-x hringa.
Quarterpipe: Elli og Danni, þar lentum við í svipaðri aðstöðu og með Jibbið…Stunt dagsins var þó óumflýjanlega handplantið hjá Ella þar sem Danni sveif yfir og strauk tignarlega brettið hans Ella. Að launum fengu báðir þessir meistarar AK-x hringa.
Big Jump: Margir voru tilkallaðir og margir sýndu hörku tilþrif…Í fyrsta sæti varð Ingó Olsen og fékk hann að launum AK-x hring og Billabongbrimbretti áritað af mögnuð brimbrettakappa utan úr heimi. Í öðru sæti varð Danni og fékk hann Element hjólabretti og í þriðja varð Árni Ingi og fékk hann sömu verðlaun.
Freeride og slopestyle féllu niður að þessu sinni vegna tæpra snjóalaga…
Frekari hetjusögur af ævintýrum síðustu tveggja vikna eru væntanlegar á morgun…á www.akextreme.com
kv.
Tofu