Ég skellti mér í seinustu viku með vinum mínum í bláfjöll og hef ég verið þarna á skíðum frá því ég var svona 5 ára en var að fara núna í 6 skiptið þangað á bretti (svona sirka) ég hef alltaf litið á þetta svæði sem bara NorðuGilið eða s.s. Gilið eins og flestir kalla þetta. Svo kom að því að stólnum var lokað og við prufuðum að fara út í Suður Gil og þegar ég tók upp litla togið við hliðina á stólnum voru þar 2 pallar. Svo þegar farið var út á Suður Gils svæðið eða æfingasvæði ármanns þá var þar þessi geðveiki BackFlipp Pallur og 2 aðrir minni fyrir þá sem treysta sér ekki í Backflippið (t.d. ég !) Svo opnaði Suður Gils stóllin og þegar við komum upp í honum ákváðum við að fara vinstra megin fyrir utan brautina og fara vel langt þar var þessi geðveika leið massa púður og þvílíkt löng og góð. Og mæli ég með þeir sem eru að fara í bláfjöllin og vilja testa eitthvað annað en Brettagarðin og undir stólnum mundi ég mæla eindregið með að skella sér yfir í Suður Gilið þetta er massa svæði og enginn í toginu hægt að renna sér inn í mitt tog til að koma sér aftur upp þegar maður hefur komið sér úr pallinum (s.s enginn röð)….