Hvað er málið!!!

Ég fór niður í GÁP Fitness um daginn og ætlaði að fara að kaupa mér úlpu og buxur.
Þegar ég kem þanga niðureftir kemur í ljós að það er 50% afsláttur af öllum úlpum og Buxum sem er mjög gott en á móti kemur að það er ekkert úrval.
Eina úlpan sem ég fann þarna sem var fóðruð og í minni stærð var nákvæmlega eins úlpa og ég keypti fyrir ári síðan í Tínda Hlekknum sem var og hét.
Það er alveg met ef maður finnur fóðraða úlpu sem er ekki gott því að það er oftast ****kalt úti.
Ég ætla ekki að fara að kaupa úlpu á allt að 20000 kr og þurfa svo að vera í einhverjum flíspaysum innanundir.
Ég vill frekar fá meira úrval heldur enn þessa afslætti.
Það er komið fullt af nýjum vorum og það veitir ekkert af þeim.
Það var sama saga með buxurnar en ég fann samt einar sem voru fóðraðar og í minni stærð.