Ég prófaði bretti núna í fyrsta sinn í lok mars í ár og uppgötvaði loks einhvað skemmtilegt útivistarsport sem vert er að stunda og fékk þ.a.l. “snjóbrettasýkina” góðu.
Í kjölfarið ákvað ég að fá mér bretti og ákvað að bíða fram á sumar og stefndi svo í bæinn, bar saman búðir,verð og endaði svo á því að kaupa Salomon 450 (163) bretti í Brettabúð Reykjavíkur (frábær þjónusta by the way) á góðum prís a.m.k. við það sem var í gangi á þeim tíma.
Þegar ég fór svo að segja “vönu” brettafólki frá kaupunum fór tuggan góða af stað.
Hvað varstu að pæla ???? Burton er langbestu bretti í heimi, allt annað er rusl, brenndu Salomon spítuna, skammastu þín og kauptu Burton og bla bla bla bla bla bla Burton bla bla bla BurtonBurtonBurtonBurton…..

En eftir að hafa skoðað samanburð og dóma um hin og þessi bretti á netinu (þónokkrar síður) var brettið mitt sem ég hélt að væri algjört rusl að fá snilldardóma og mjög oft að drulla yfir Burton á fjölmörgum spjallþráðum þar sem oft var deilt á ágæti Burton sem “bestu” brettin á markaðnum í dag.

Ég efast ekki um að Burton brettin standi fyrir sínu sem góð snjóbretti, en er ekki einhver ofurdýrkun í gangi hér á klakanum ?

Er ekki til nóg af merkjum sem skáka Burton og eru jafnvel ódýrari og hugsanlega betri ?