OK fyrir þremur árum ákvað ég að kaupa mér snjóbretti(eitt af fáu gáfulegu hlutunum sem ég hef gert á ævi minni:), ég borgaði að ég held 40.000 fyrir skó, bindingar og brettið. Núna er brettið orðið frekar lélegt og nokkuð lítið þannig að ég ákvað að kaupa mér allt nýtt, keypti mér reyndar nýja skó í fyrra, ég keypti mér ágæti byndingar fyrir rétt yfir 10.000 kallinn síðan var komið að brettinu þá er mælt með því við mig að ég kaupi mér betra bretti því að ég er komin nokkuð lengra og jájá ég fer að kaupa mér bretti og mér bennt á nokkur bretti sem eiga að hæfa mér og hversu langt ég er komin. En öll þessi bretti kostuðu yfir 40.000 kall og mörg vel yfir það!!!! mér langaði bara að spyrjast fyrir hvort að maður gæti ekki sparað sér smá pening og látið kaupa þetta eða senda þetta til Íslands frá Canada, Ítalíu eða sviss? eða er þetta svona anskoti dýrt í alstaðar?