Jæja!

Þá er maður búinn að fara fyrsta túr vetrarins og var hann miklu betri en maður bjóst við í byrjun.
Við lögðum af stað snemma í morgun og fórum á Hengilsvæðið .. þar var slappt færi svo við ákváðum að hike-a upp á topp í alltof miklum ís og þegar við vorum nærrum því komnir rann ég, missti brettið og fór í svona 999 byltur er ég rann svona 300 metra niður. Ég hélt að ég myndi deyja, en sem betur fer var einhver þarna uppi að fylgjast með og stýrði mér einhvernveginn á milli steinanna og ég endaði í einhverjum snjóskafli neðst niðri.
Eftir að ég var hættur að titra ákváðum við að slútta þessu (klukkan var orðin ca 12) og tæta í Bláfjöll!
Þegar við komum þangað leist okkur svona ágætlega á aðstæður, allar lyftur voru opnar en maður sá alveg mjög vel í grjótið í fjallinu. Fórum 3 ferðir niður öxlina, það var nú ekkert nema harðfenni og engir pallar komnir í brettaparkinn.
Þetta var nú ekkert sérstakt þegar hér var komið við sögu en við fórum svo niður kóngsgilið, og enduðum svo í þessu geggjaða púðri sem hafði safnast saman vel norðan megin við borgarlyftuna (efst, erfitt að lýsa þessu betur)
Við fórum þá að brosa, tókum upp skófluna og bjuggum til helvíti fínan pall með mestu púðurlendingu sem ég hef farið í lengi. Það rættist s.s. mjög vel úr þessu degi, við vorum þarna alveg til hálf fimm, en þá var farið að snjóa svo mikið að maður sá ekki pallinn lengur í 15 metra fjarlægð. Héldum svo sáttir heim á leið!

S.s. þetta leit ekkert vel út í byrjun en þegar við vorum komnir í púðrið var þetta allt gúddí. Það var farið að snjóa all harkalega þegar við vorum að fara og ég spurði starfsmann þarna um veðrið og hann sagði að þeir byggust við að það myndi snjóa svona áfram í kvöld og nótt, þannig ef að það gengur eftir, verður orðið snilldar færi í næstu viku, gefa þessu nokkra daga. Þannig að þeir sem vilja bara renna sér niður mæli ég ekkert voða vel með þessu núna um helgina en kíkja í vikunni, en þeir sem hafa áhuga að hanga í pöllum endilega taka með sér skóflu og skella sér sem fyrst!

Ætla nú ekki að hafa þetta lengra, bara svona aðeins að segja frá ferðinni og hvernig þetta lítur út!

písát,
Gunni