Sorrí bara að plata, en ég vildi svo sannarlega óska þess að svo væri. Það sem kemur hér á eftir er tóm tjara þannig að þeir/þær sem vilja spara tíma eru vinsamlegast beðinn að taka leigubíl.
Ég var að pæla, hvernig væri að fólk sem býr hér og þar um landið td á Ísafirði, Norfirði, Ólafsfirði, Akureyri osfrv… bara hvar sem hægt er að finna snjó kæmi með svona reglulega pistla um snjóaástandið þar. Það yrði skipaður svona sérstakur vefstjóri fyrir hvert hérað sem kæmi með pistla um ástandið in da mountains. Það er miklu skemmtilegra að heyra frá einherjum sem er að renna sér hvernig ástandið er heldur en að hlusta á einhvern símsavra eða netmyndinar á esso.is.
Ég er ekki alveg búinn eitt um dryslope, það er mjög góð grein um dryslopes og innanhús snjó dæmi í nýjasta snowboarder, er með eintak sem ég er tilbúin að deila með fátæklingum.
Ekki alveg búinn enþá, sko nú er ég reiður. Ég man og sumir hér hafa heyrt þetta áður frá mér og ég biðst afsökunar ef ég er að endurtaka mig, en ég bara verð. Aftur sko, ég las moggan um daginn og þar var verið að tala um að búið væri að opna fyrir norðan og var mynd af gaur á snjóbretti með greininni og undir henni stóð, eitthvað blalal gaur á Skíðabretti. Síðan var ég að gá í mogganum í kvöld hvað væri á dagskrá á Eurosport í kvöld og hvað haldiði skíðabretti kl 23.15. Ég barðist fyrir því hér fyrir einhverjum 8 árum að troða því inni í hausinn á fólki að þetta væru ekki skíða fukkkingssss bretti heldur SNJÓBRETTI. Var baráttan háð til einskins, ég meina við rennum okkur ekki um á einu skíði, arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggg.
Annað að lokum vona ég ég vil fá jafn flott halfpipe og ég sá áðan á eurosport upp í fjall í vetur, með 5 metra háum veggjum. Þeir/þær sem eru ekki með eurosport meiga koma heim til mín að horfa á snjóbretti.
Að lokum, ég lofa, Roadster ég elska þig jafn mikið og manitou og það var mikið.

Að eilífðu púður amen
Custom56
PS gleymdi einu, fór upp á heiði (ekki svoleiðis samt) að veiða í fyrradag, ekki mikið af snjó, keyrði fram hjá skálafelli og útlitið var frekar dapurt þar. VIVE LA rESiTanCE