Góðan og blessaðan daginn!

Ég hef verið að velta því fyrir mér og örugglega allir sem eru á snjóbretti hvenær í fjandanum snjórinn fer að koma!!!…. nú síðastliðnar tvær vikur hefur ringt nánast stanslaust og það hefur verið ca. 8-10 stiga hiti… fer þetta ekki að verða nóg… ég vil fá að sjá smá snjó þó ekki nema næturfrost.

Mér leist svo vel á þennan vetur þegar byrjaði að snjóa í Október og vonaði að ég gæti komist kannski á bretti í nóvember eð abyrjun Desember en nei…. það er ekki einu sinni snjór á Akureyri og það er að koma Desember…. ég vil spyrja þá sem eiga heim á Akureyri hvort það hafi snjóað eitthvað síðastliðna daga því í vetrarfríinu í skólanum mínum fór vinur minn til Akureyrar og hann sagði mér að gaurar í bænum væri farnir að leika sér á railunum í bænum en ekki væri búið að opna í fjallinu en hann fór á Dalvík á bretti þá.
ég er ekki bara líffæri