Nýr æfingasalur fyrir HR hjá Mjölni Eins og flestir vita hefur Hnefaleikafélag Reykjavíkur flutt æfingaaðstöðu sína undir Mjölni og í gær, 3. janúar 2010, var tekinn í notkun nýr æfingasalur á 3ju hæð á Mýrargötunni. Hann er 240 fermetrar að stærð, með wrestling dýnum og boxhring ásamt allskyns boxpúðum og æfingabúnaði fyrir hnefaleika. Þá má geta þess að HR hefur tekið í notkun nýtt vefsetur á slóðinni www.hnefaleikar.is