Ég er nýr áskrifandi að sýn en ég fékk mér hana til að sjá HM, en í bónus fékk ég Lewis-tyson is on. Ég sá bardaga tyson og super Brians og svo bardagann síðast liðna nótt. Þetta var varla sami maður. Fyrsta lotan var nokkuð góð hjá Tyson en eftir það komu bara eitt og eitt högg á stangli. En svona til að koma mér á efninu þá var augljóst að Lewis var miklu ósvífnari og beitti allskonar bolabrögðum og á tímabili var hann nálægt því að tapa bardaganum vegna þessa. Við fengum að sjá nokkra gamla bardaga og sá ég einn þar sem ég vonaðist til að endurtæki sig ekki en þar var Lewis með þessi sömu bolabrögð. Lewis hélt Mike og sló nokkrum sinnum og hótaði dómarinn sem betur fer að dæmann úr leik. Bardaginn varð skemmtilegri fyrir vikið þar sem Lewis þurfti að halda sér á mottunni.
Lokinn á bardaganum urðu með þeim hætti að Lewis náði góðu höggi en eyðilagði sýninguna með því að ýta Mike niður í leiðinni þótt hann væri samt á leið niður. Lewis átti víst að klára hann í 4 lotu skv. skipunum þjálfara sinna en Tyson náði samt að halda sér uppi þótt Lewis næði nokkrum góðum höggum. Tyson var svo þvílíkt rólegur í lokin og vildi ólmur semja um annan bardaga. Hann kyssti meira að segja móður Lewis bless!!

Frábær skemmtun þó spennan hafi verið í lágmarki. Tyson er ekki lengur “the bad boy of boxing” heldur Lewis miðað við þennan bardaga.