Jæja, loksins tókst þetta!! Þessar gleðifréttir okkar boxáhugamanna er sigur. En Alþingi hefur nú samþykkt að leyfa áhugamannahnefaleika á Íslandi!!

Þetta var á mbl.is:

“Samþykkt var á Alþingi rétt í þessu, með 34 atkvæðum gegn 22, að leyfa iðkun áhugamannahnefaleika á Íslandi. Breytingatillaga um að banna skyldi högg í höfuð, bæði í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum, var felld með miklum mun. ”

Semsagt, nú er bara að sýna fram á að þessi íþrótt er jafn göfug og aðrar í íþróttir.
Við þurfum að hafa það hugfast að Alþingi getur jú alltaf bannað þetta aftur ef eitthvað kemur upp á.