Já hér er um að ræða alveg hreint og beint æðislegan bardaga, 100% gulltryggð skemmtun, mikilvægur, merkilegur og sögulegur bardagi.

En já svona löguðu er maður bara einfaldlega alls ekki vanur, það er svo mikið að skeð í boxinu í dag að það er hreinlega ótrúlegt fyrir skömmu síðan átti sér stað Holyfield VS Igbramivoch sögulegur bardagi sem var full ástæða til þess að ætla að yrði skemmtilegur áhorfs, svo var það Manny Pacquio og Maro Antonio Barrera, margir væntu mikils af honum og það var vissulega stór bardagi, við tók Kelly Palvik VS Jermain Taylor, bardagi sem fólk var jafnvel enn spenntara yfir og sá stóð fyllilega undir væntingum og svo um síðustu helgi þá átti sér stað bardagi sem margir töldu að yrði það dramantískur að hann myndi aldrei eiga sér stað Joe Calzaghe VS Mikael Kessler og í honum vann Joe eitt sitt besta afrek á ferlinum og svo núna þetta Miguel Cotto VS Shane Mosley á morgun.

Er allt að verða bara vitlaust eða hvernig stendur á öllu þessu hágæða boxi?