Jæja þá er bara komið að honum í kvöld, bardaganum sem margir sögðu að Calzaghe myndi aldrei þora að taka.

Ég verð að viðurkenna að ég efast bara stórlega um að þetta verði einu sinni áhorfanlegur bardagi, býst við því að Calzaghe muni bara rúlla þessum gaur upp eins og hverju öðru teppi.

En það verður gaman að sjá fólk röfla eftir bardagan og að heyra það segja á nýjan leik að Calzaghe sé að forðast þá bestu, að hann hafi aldrei barist við neinn og svo framvegis því að eftir þennan bardaga þá mun Kessler auðvitað breytast úr þessari stórhættulegu pund fyrir pund rothöggs maskínu sem afhöfðar menn með vinstri stunguni í ofmetinn auman dana.

Þorir einhver hér að spá Kessler sigri? Um að gera að koma slíkum spám á framfæri.