Þá er bara að koma að því, sá stóri er að fara að skella á Holyfield VS Igbramavoch. Það segja flestir að Iggbrimivach muni sigra en ég er alls ekki viss. Heyrði eitt sérstaklega gott hérna um daginn “ef að Holyfield er virkilega bara búinn þá hefði Fres Oquendo átt að ná að tækla hann en hinsvegar fór Evander nokkuð létt með þann kappa, og er Ibromovuch nokkuð betri Fres?”. Þetta er ansi góður punktur og já hvort sem Evander vinnur eða tapar þá ætti að verða Mjög gaman að sjá þennan. Hérna er líka linkur á smá svona training vídeó sem að sýnir hversu agressívir og hversu alvarlega þessir menn eru að taka bardagan http://www.fightbeat.com/videos.php?id=55 .

Og svo er það auðvitað Diaz VS Diaz eða Juan VS Julio og já varðandi þann bardaga þá er ansi erfitt að spá honum Julio sigri miðað við ferilinn hans en samt, Juan Gæti verið örlítið grænn og slíkur litur gæti kostað hann allt heila klabbið en allt lítur út fyrir að Juan sé upprennandi súperstjarna í íþróttinni. Hann er mjög hæfileikaríkur, ungur, með attitjúd(eitthvað sem Íslenskir boxarar ættu að taka sér til fyrirmyndar) góðan höggþunga og já byggjandi upp gott fan following.

En já vonandi verður meira gaman að sjá þetta heldur en HELVÍTIS bullið um síðustu helgi.

Enjoy