Ég hef aldrei verið mikill talsmaður notkunnar höfuðhlífa í hnefaleikakeppnum enda hef ég takmarkaða trú á því að þær komi að miklum notum við keppni þó svo þær þjóni sínum tilgangi á æfingum og í sparring.

En já í dag þá leit maðurinn einmitt þarna við í intersport og var svona eitthvað að þvælast og sem áhugamaður um hnefaleika þá gat maður auðvitað ekki haldið sér frá því að líta á þann hnefaleikabúnað sem þar var til sölu og maður greip jú einmitt í eina svona höfuðhlíf/ruslgrímu og maður á bara ekki orð þetta var þvílíkt og annað eins drasl, örþunnt, lélegt leður og svo einhver pappi inni í þessu eða einhver andskotinn.

Það er mín skoðun að það sé einfaldlega 100% ósiðlegt að vera að selja þessar grímur þarna, ekki nóg með það að verið sé að selja búnað sem á að veita vörn gegn höfuðhöggum af einstaklingum sem hafa enga reynslu af því að taka við slíkum höggum heldur er þetta líka rusl sem þeir eru að selja sem þjónar tæpast þeim almenna tilgangi sem það á að gera.