Nokkrir punktar um Ólympíska hnefaleika Nokkur atriði um áhugamannahnefaleika ( ólympískir hnefaleikar )


• Áhugamannahnefaleikar er ein af mest útbreiddu íþróttum í heiminum með 198 aðildarþjóðir.


• Áhugamannahnefaleikar eru aðeins í 29. sæti er varðar meiðsli í íþróttum (prósentulega séð eftir fjölda iðkenda). Meiðslahætta í áhugamannahnefaleikum er mjög lág.


• Áhugamannahnefaleikar er sú íþróttagrein sem hefur umfangsmestu öryggisreglur í tengslum við keppni m.a. skal læknir vera viðstaddur allar keppnir og hefur hann heimild að grípa inn í viðureign.


• Æfingar í áhugamannahnefaleikum eru fjölbreyttar og gefa góðan líkamlegan og andlegan styrk.


• Allir sem ætla sér að keppa í áhugamannahnefaleikum þurfa að fara í gegnum ákveðna grunnþjálfum í a.m.k sex mánuði.


• Það hafa allir sem mæta á æfingu í áhugamannahnefaleikum val um að æfa eingöngu með sekk, æfa með mótherja eða bara þjálfa upp úthald og styrk. Félagskapurinn er mikilvægur í öllum íþróttum ekki síst hjá iðkendum í áhugamannahnefaleikum. Æfingar í áhugamannahnefaleikum auka sjálfsaga og iðkendur læra að hemja skap sitt.


Meira um ólympíska hnefaleika á www.hnefaleikar.is