Shannon Briggs VS Sultan Ibragimov

Það ætti að verða skemmtilegt að sjá þessa tvo takast á, Briggs er svona dálítill klaufi og með svona örlítið questionable character meðan að Sultan virðist vera full lítill og ljótur til þess að gera nokkra stóra hluti í þungaviktinni en svo er hann jú einmitt líka örvhentur sem breytir oft auðvitað öllu. En já annars sýnist mér hann vera agressívt southpaw sem getur gert þetta nokkuð vel allt saman þó svo hann sé enginn töframaður. Ég spái því að það verði gaman að sjá þetta en að bardaginn muni enda með sigri Sultans á Ko í 9 lotu.