"http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/boxing/6277995.stm

Mayweather Sr er kominn í lið sonarins

Þjálfarinn Floyd Mayweather Sr hefur skipt um æfingarbúðir fyir maí bardagann milli sonar hans Floyd Jr og Oscar De la Hoya

Mayweathernir tveir hafa átt í deilum svo árum skiptir og Floyd Sr unnið sem þjálfari fyrir De La Hoya.

En De La Hoya skipti út Mayweather Sr eftir að þeir urður ósammála varðandi kaup og kjör Mayweathers. Í stað Mayweathers Sr réð Oscar til sín Freddie Roach úr Los Angeles.

Það kom því öllum á óvart þegar Mayweather Sr byrtist á blaðamannafundi og tilkynnti að hann væri núna genginn til liðs við Mayweather Jr.

”Hann verður í horni,“ Sagði Mayweather Jr við De la Hoya. ”En ekki í þínu horni.“

Samkoma Mayweathers Sr og Jr átti sér stað eingöngu þrjátíu mínútum áður á svítu í MGM Grand Hótelinu, þar sem að einn þeirra bardaga er hvað mest hefur verið beðið eftir undanfarin ár mun eiga sér stað þann fimmta maí.

Mayweather Jr hefur verið þjálfaður af frænda sínum Roger Mayweather en Roger er eins og stendur í fangelsi sökum ásakana um heimilisofbeldi þó svo að við því sé búist að honum verði sleppt áður en að bardaginn á sér stað.

”Við höfum átt okkar góðu tíma og slæmu, en hann er ennþá pabbi minn,“ sagði Mayweather um Floyd hinn eldri.

”Og ef þessi bardagi breytist í stríð þá vil ég hafa hann á minni hlið“

Floyd Sr lagði nokkur skot á sína fyrrum vinniveitendur og gerði lítið úr orðspori Roach sem þjálfara.

En De la Hoya hélt sínu rólega striki og sagði ”Ég er bara virkilega glaður með að hafa komið fjölskyldu saman eins og hún á að vera."

De la Hoya 38-4 með 30 sigra á rothöggi mun verja WBC léttmillivigtar titilinn sinn á móti WBC veltivigtar meistaranum Mayweather (37-0 með 24 sigra á rothöggi) í Vegas.

Mayweather Sr sagði við BBC Sport í janúar að hann vildi fá tvo miljón dollara fyrir að vera í horni De la Hoyas.

Hann segir að De la Hoya hafi eingöngu boðið honum hálfa miljón dollara og aðra hálfa ef hann ynni en það var boð sem Mayweather Sr fannst vera ótakanlegt.

Bardaginn milli þessara tveggja Ameríkana kann að skapa met tekjur af bardaga en verið er að selja sæti við hringinn á tvö þúsund dollara stykkið.

Nevada metið er 16.8 miljónir dollara en því var eytt af áhorfendum sem fóru á Lennox Lewis VS Evander Holyfield í Las Vegas árið 1999.

De la Hoya, 33 ára barðist seinast í maí þegar hann stoppaði Ricardo Mayorga í sex lotum og vann titilinn.

Mayweather, 29 ára sigraði Carlos Baldomir í veltivigtar titilsslag í nóvember.