Eftir hverju er menn eiginlega að bíða? Mér langar að sjá hvort að Valuev er alvöru og til þess að sjá það held ég að hann þurfi að berjast við mann á caliber við Vitali Klitschko.

Hvað er málið hjá Vitali að ætla að fara að berjast við Ray Austin, þetta er ekki einu sinni bardagi sem maður nennir að horfa á því þetta verður svo auðvelt fyrir hann, eða allaveganna klárlega sigur.

Ég hef lengi haldið það að Valuev sé ekki í topp klassa þó hann sé ennþá ósigraður í tölfræðinni. Ég er viss um að menn í caliber við Lennos Lewis myndu leika sér að þessum náunga. Ég vil fara að sjá þennan mann berjast við alvöru kalla og þegar ég segi alvöru kalla þá er ég ekki að tala um John Ruiz.

Hvað finnst ykkur um þetta, er einhver sammála mér?

Bætt við 23. janúar 2007 - 18:27
guð minn, þegar ég sagði Vitali Klitschko meinti ég auðvitað Wladimir Klitschko.