Jæja til að lífga aðeins uppá þetta hérna þá ætla ég að spyrja ykkur hverjir eru ykkar uppáhalds activu boxarar?

Mínir uppáhalds boxarar eru:

Ricky Hatton(41-0-0) - Hreinlega dýrka hvað þessi náungi er agressive og virðist hafa endalaust úthald. Finnur varla harðari mann en hann.

Edison Miranda(27-1-0): Alger töffari út í gegn, óhræddur við að boxa við hvern sem er. Getur nelgt með báðum höndum og rotar nánast hvern sem er(24 KO) rotaði t.d Willie Gibbs aðeins í fyrstu lotu núna um daginn.

Peter Manfredo(26-3-0): Mér fannst hann alltaf vera nettur gaur í contender, en eftir að einn besti ef ekki besti þjálfari heims, Freddy Roach tók við þjálfun hans eftir þættina þá hefur hann tekið massivum framförum og hver veit hvert hann stefnir. Á bardaga við Calzaghe í Apríl þarsem flestir telja að hann muni verða laminn illa, en ég vona að æfingin skapi meistarann og að Freddy Roach nái að gera það sama með Manfredo og hann gerði með Tyson.