Fréttin hér að neðan var að birtast á mbl.is. Þetta er nokkuð athyglisvert, og spurning hvort fleiri munu fylgja í kjölfarið. Hér er allavega komið fordæmi.

Tilvitnun:
Hnefaleikakeppni atvinnumanna verður heimiluð í Svíþjóð í janúar en íþróttagreinin hefur verið bönnuð þar í landi í 36 ár. Fyrsta hnefaleikakeppnin sem fær leyfi er á milli fyrrverandi heimsmeistara í hnefaleikum, Armand Krajnc og Åsu Sandell, en hún er einn helsti kvenkyns hnefaleikakappi Svíþjóðar. Keppnin fer fram í janúar á næsta ári í Gautaborg.

Hnefaleikar áhugamanna eru heimilaðir í Svíþjóð en eins og áður sagði hefur verið bann við hnefaleikum í atvinnuskyni í 36 ár. Heimildin er þó háð ákveðnum skilyrðum. Til að mynda eru loturnar færri og læknar geta stöðvað keppni þyki þeim ástæða til.

Krajnc fagnaði mjög þessari ákvörðun sænska hnefaleikasambandsins en hann hefur ekki stigið inn í hringinn í meira en tvö ár. Í samtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter sagði hann að það væri gott að vita að enn sé skynsamt fólk að finna í Svíþjóð þrátt fyrir að það hafi tekið langan tíma að ná þessu fram. Er þetta í fyrsta skipti sem Krajnc getur keppt á heimavelli en hann þurfti ávalt að keppna erlendis á ferlinum vegna bannsins.

Heimild: http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1238307