Marco Antonio Barrera VS Rocky Juarez

Þetta er rematch af spennandi bardaga sem endaði í splitdecision sigri fyrir Barrera. Rocky hafði gert eitt og annað á undan þeim bardaga en þó ekki það mikið til þess að að vera talinn hættulegur andstæðingur fyrir Barrera en annað kom á daginn, það sögðu margir ef mér minnir þetta rétt að Rocky hafi gert þau mistök að hlusta á hornið sitt í síðustu lotunum en það á að hafa sagt honum að taka því bara rólega og fara bara allar tólf örugglega. Það er aldrei að vita þetta gæti orðið síðasti bardagi Barrera sem stórbardaga boxari.

Jorge Rodrigo Barrios VS Joan Guzman

Jorge er gífurlega góður en samt alls ekkert ósigranlegur og hann sigraði sinn síðasta bardaga á móti Janos Nagy leikandi létt og sló eingöngu einu höggi frá sér í þeim bardaga. Það eru allar líkur á því að sá sigur hans hafi haft slæm áhrif á hann og gefið honum full mikið sjálfstraust sem hafi svo haft neikvæð áhrif á mætingu hans í gymið og svo framvegis en það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða um það. Ég hef aldrei séð Joan Guzman berjast en hann hefur sigrað tuttugu og fimm bardaga og sautján af þeim með rothöggi en hann hefur ekki barist við eitt einasta nafn sem maður kannast við þannig að það er ekkert víst að hann eigi neitt erindi inn í hringinn með Barrios en maður verður víst bara að bíða og sjá.