Ég ætla einungis að fjalla um boxið í þessum ágæta þætti:
1. lota: Vinroy gerði ekki nóg og Grady gekk aðeins á lagið og vann þessa lotu, komst í návígi þar sem hann var sneggri gegn Vinroy, en Vinroy átti líka ágætis högg.
2. lota: Bauð upp á svipað og sú fyrsta, en var öllu jafnari, en Grady tók hana á fleiri höggum.
3. lota: Vinroy vann þessa ekkert endilega, en gekk aðeins á lagið og barði nokkrum höggum innfyrir vörnina hjá Grady. Grady hitti þó alltaf nokkrum höggum á Vinroy.
4. lota: Í upphafi lotunnar, gerðist slys þar sem þeir skölluðu saman, Grady fékk skurð við hægra augað. Vinroy vann þessa lotu, hann átti einfaldlega fleiri högg á vankaðan Grady eftir skallann.
5. lota: Eins og oft í þessum þáttum er allt gefið í lokalotunna á kostnað varnar og skynsemi. Þær eru því alltaf jafnar, en eins og áður átti Grady fleiri högg þó þessi lota hafi verið jöfn miðað við hvað maður sá úr þessum þætti.

Grady vann 49-46 hjá tveim dómurum en 48-47 hjá einum dómara, ég ætla að segja 48-47 fyrir Grady, en svo er þetta alltaf haft mjög jafnt þegar þættirnir eru sýndir til að viðhalda spennu þannig 49-46 er líklegra réttara.

Annars er ég virkilega spenntur að sjá bardagana í næstu umferð
Ballisto-Rudy(eða eitthvað), bardagi sem Ballisto tekur á styrknum og lengdinni, held að Ballisto hafi gert vel í að velja bardaga, og á eftir að vinna hann held ég.
K9-Walter,einhvern veginn sé fram á frábæran bardaga þar. K9 er svakalegur nagli og massaður en lítill, en Wright er hærri og getur haldið fjalægð.

Þakka fyrir mig, veriði sæl
Rök>Tilfinningar