Ég ætla að æfa box í vetur. Ég hef verið að lesa mig til um þetta og ég held að ég ætli í Hnefaleikafélag Reykjavíkur. Svo las ég reglur í hnefaleikunum sem þar eru æfðir. Þar stóð að unglingabox hefði einhvern semi-contract.
Annars hef ég nú samt aðallega áhuga á að komast í gott form. Bæta lipurð og léttleika og styrk.
Ég er persónulega 14 ára, 193-4 cm og 83 kg. Ég veit að ef ég færi að keppa í þessu væri mitt markmið eingöngu að berja hinn aðilann ekki að slá hann eitthvað svona meðalfast og fá stig. Mín hugsun yrði ávallt sú að berja hinn í gólfið.
En má ekki annars berja allsstaðar fyrir ofan mitti? Má ekki berja eins fast og þú getur?
Og annað sem er engan veginn skylt þessu: Gæti einhver sagt mér hvort að Sugar Shane Mosley sé enn ósigraður?
Rök>Tilfinningar