Sælir Hugarar.

Ég æfi kickbox í Noregi en kem til íslands í 3 vikur 21 júli. Það væri frábært ef að ég fengi að æfa hjá einhverju box félagi á meðan ég er á klakanum, því þá get ég nátturulega ekkert æft hérna í noregi.

Það er nokkuð mikilvægt fyrir mig að fá að æfa með einhverjum einmitt á þessum tíma því að 26 September mun ég taka þátt í Junior World Championship í kickbox í Croatia, það væri mjög leiðinlegt fyrir mig ef ég þurfti að hoppa yfir margar æfingar á einum mánuði bara útaf því að ég er að fara í fríi. Það væri líka frábært að bara einblína á box tækni til að verða betri á því svæði. Spörk og þol get ég nátturulega séð um sjálfur án aðstoðar.

En allavegana, segjið frá hér ef þið vitið um einhver box félög sem væru til að taka á móti mér á 5-6 æfingum eða jafnvel meira.

Það er ekki 100% víst að ég komist til að æfa með ykkur, en það væri frábært að vita um einhvern stað þar sem ég er velkominn í nokkrar vikur.

kv Simon.