Var að velta því fyrir mér hvernig megi bæta dálkin Taktu þátt! http://www.hugi.is/box/bigboxes.php?box_id=68477

Mér dettur sjálfum þrjú atriði í hug en þarf að fá upplýsingar varðandi þau.

1. Ari Ársælsson er samkvæmt heimasíðu Hnefaleikafélags Reykjavíkur að þjálfa fólk þar og því er viðeigandi að minnast á það í dálknum. Mér skildist að hann væri með einhverja tugi bardaga á bakinu, ef einhver gæti gefið mér upp töluna og staðfest að hann sé enn að hjá HR þá væri það vel þegið. Einnig ef einhver hefur vitneskju um að hann hafi unnið einhver sérstök mót eða annað slíkt þá væri flott að geta minnst líka á það.

2. Yuri, Þetta er án efa einn besti þjálfari Íslands en er hann þjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur eða hvernig er hægt að koma honum inn í Taktu þátt! dálkin. Allar upplýsingar um hann eru vel þegnar.

3. Heyrði frá einhverjum að fyrrverandi Bandarískur Golden Gloves meistari væri að aðstoðð Hnefaleikafélag Reykjaness með þjálfun og sé það raunin þá eiga þær upplýsingar að sjálfsögðu heima í dálknum, staðfesting á þessu og upplýsingar varðandi manninn væru vel þegnar.


Mér langar líka til þess að heyra ykkar skoðun á þessum lista og ykkar hugmyndir um það hvernig við getum bætt hann.